Í samstarfi við Farskólann var haldið námskeið í mótagerð og afsteypum. Vorum við svo lánsöm að fá til okkar gestakennara frá Danmörku sem hefur mikla reynslu að vinna með afsteypiefnið Jesmonite AC100. Helle kemur frá Fab Lab Danmörk og flutti hún erindi um efnið og fór yfir góð ráð og trix til að fá sem bestan árangur.
Nemendur fengu góða innsýn í hvernig við hönnum mót í 3D, þau voru prentuð út og búin til mót í vacuum vél smiðjunar. Einnig fengu allir að spreyta sig á steypa í sílicon mót.
Góð aðsókn var og nemendur nokkuð sáttir að námskeiði loknu.
Viljum við minna á að allir hafa kost á að koma í smiðjuna og fá ráðleggingar, aðstoð eða aðstöðu með því að koma í Opið hús á miðvikudögum eða hafa samband og bóka tíma.
Comments