Við byrjum önnina á námskeiði í gifsefninu Jesmonite sem er eitt af mínum uppáhalds.
Öll námskeið geta verið kennd á íslensku og ensku.
Jesmonite- Fjölskyldunámskeið
28. janúar milli 10:30-14:00 (sunnudagur)
Vegna eftirspurnar ætlum við að skella í námskeið í gerð muna úr Jesmonite gifsefnis. Allir velkomnir en börn 12 ára og yngri koma í fylgd fullorðinna.
Efni og mót á staðnum verð 4,500 kr.
Laser- Farskólinn
29. janúar og 5. febrúar
milli 17:30-20:30 (mánudagskvöld)
ath breytt dagssetning: 26. febrúar og 4. mars.
Grunnnámskeiði í notkun á Inkscape og laserskurðarvél verður farið yfir öryggisatriði og notkun á laserskurðarvél. Nemendur fá að takast á við mismunandi verkefni og öðlast reynslu í laserskurði.
Tilvalið fyrir þá sem vilja kynnast eða skerpa á þessari fjölbreyttu tækni til sköpunar.
Frekari upplýsingar á farskólinn.is
Skartgripagerð
18. febrúar milli 10:30-14:00 (sunnudagur)
Förum yfir möguleika til skartgripagerðar með stafrænni tækni.
Hvaða möguleikar eru til staðar og hvaða forrit og tæki eru helst notuð.
verð 4,500 efni innifalið
Fusion 360- Farskólinn
26. og 28. febrúar milli 17:30-20:30 (mánudags- og miðvikudagskvöld)
Stutt námskeið í notkun þrívíddar forritsins Fusion 360. Það er sterkt þrívíddarforrit sem er þægilegt í notkun þegar kemur að tækniteikningu og uppsetningu fyrir stafræna framleiðslutækni eins og 3D prentara, fræsara og laserskurðavélar.
Forritið er frá sömu og gera Inventor svo þeir sem hafa lært á það og vilja skerpa á eða læra meira eru hvattir til að skrá sig.
Frekari upplýsingar á farskólinn.is
Forritun- Farskólinn
11. og 13. mars milli 17:00-20:00 (mánudags og miðvikudagskvöld)
Grunnatriði forritunar skoðuð. Forritunarmálin C++ (Arduino IDE) og Python kynnt. Forrit keyrð á tölvu og á örtölvu. Notkun gervigreindar til forritunar skoðuð.
Námskeiðið er ætlað byrjendum.
Frekari upplýsingar á farskólinn.is
Kennaranámskeið
11. og 18. apríl milli 14-16 (fimmtudagar)
Tilvalið fyrir þá sem vilja læra meira um stafræna tækni í kennslu og möguleikum í leik og starfi.
Comments