top of page

Rafrásir og stýringar

Fab Lab smiðjna í samstarfi við Farskólann og FabLab Danmark hélt á dögunum námskeið í rafrásum og stýringum, fengum við gestakennara frá Danmörku, Hans Peter en hann er rafmagnsfræðingur með sérþekkingu á hönnun rafrása og stýringa.


Farið var yfir hönnun og gerð rafrásaborða, hönnun kóða fyrir nema, lestur gagna og yfirfærð þeirra í tölulegan skilning. Einnig var farið yfir hvernig hægt er að yfirfæra þennan lestur til útgangshluta líkt og mótora eða lýsingar í Arduino umhverfi.

Einnig var farið yfir hvernig hægt er að hanna og safna þessum gögnum í Windows umhvefi C#.


Hægt verður að sækja öll gögn tengd námskeiðinu á heimasíðunni undir kennsluefni.


Námskeiðið var vel sótt en það voru nemendur FNV og frumkvöðlar af norðurlandi sem sótt það og hlakkar okkur til að sjá hvaða spennandi hugmyndir eiga eftir að fara í framkvæmd að námskeiði loknu.

Gangi ykkur sem best í ykkar vegferð Hulduland, Ísponica, Rækta MICROfarm og Textilsetur Íslands.
Comments


bottom of page