Nú erum við mætt aftur til starfa eftir sumarfrí, hlökkum til að vera með ykkur í skapandi og skemmtilegum verkefnum.
Opið hús verður á þriðjudögum í vetur milli 14-19 og eru allir velkomnir án þess að bóka tíma.
Á öðrum tímum verður hægt að koma í samkomulagi við starfsmenn og hægt að hafa samband í síma eða tölvupósti. Er það aðallega vegna árekstra við kennslu og heimsóknir að aðrir tímar eru ekki auglýsir en við erum hér samt sem áður oft í húsi og tökum vel á móti ykkur.
Fjölbreytt námskeið verða í boði í vetur fyrir allann aldur og bæði á vegum smiðjunar og Farskólans en má þar nefna laser, 3D teikningu, skartgripagerð, neon-skiltagerð, textilsaumur, jesmonite mótun og fleira en þau verða auglýst nánar síðar.
Ekki hika við að kíkja í kaffi ef það eru spurning sem þið hafið eða langar bara að koma og sjá ;)
Comments