top of page
epilogMini40.JPG

Epilog Mini 40

Geislaskeri getur skorið í gegn eða brennimerkt á hluti. Við bjóðum uppá koltvíoxíða (CO²) leysiskera og algengustu efnin eru: Pappír, bylgjupappír, krossviður, MDF, plexígler, leður og margar tegundir af textíl. Einnig er hægt að brennimerkja á gler og málma (málmurinn þarf að vera þakinn sérstöku efni sem við bjóðum upp á svo geislinn endurspeglist ekki)

Tækjanotkun

Þegar tæki er notað á opnunar tíma samhliða öðrum notendum. Á opnunar tímum geta myndast raðir í tækin og þá er mikilvægt að skiptast á. Þegar raðir myndast má einungis ljúka við eitt skjal í einu, þá er næsta notanda hleypt og þú færist aftast í röðina.

Tæknilegar upplýsingar

Stærð: 600x300 mm

Dýpt: 140 mm

Skrár: .PDF

Upplausn brennimerkingar: 75 til 1200 DPI

Styrkleiki Geisla: 40 vött

Sýnidæmi

bottom of page