Um okkur
Þetta byrjaði allt 2010
Fab Lab Sauðárkrókur er hluti af Fab Lab Ísland og var opnað 1. október 2010. Fab Lab Sauðárkrókur er rekið af Hátæknisetri Íslands sem var upphaflega samstarfsverkefni Sveitafélagssins Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í dag er NMÍ dottin út en í staðin hefur Samtök sveitafélaga á noðurlandi vestra bæst í hópinn ásamt stuðningur frá Mennta- og barnamálaráðuneyti og Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.
Fab Lab Sauðárkrókur er staðsett í húsnæði FNV verknámshús. Smiðjan leggur sig alla fram til að styðja við sköpunarkraft, þróun nýsköpunarhugmynda og að efla tæknilæsi þeirra sem sækja hana.
Markmið Fab Lab Sauðárkrókur er að efla nýsköpun í samfélaginu. Til að ná markmiðum okkar leggjum við áherslu á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun fyrirtækja og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. Fab Lab myndar þannig skemmtilegt skapandi samfélag með fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitin, lausnamiðuð og þor til að prófa.
Karítas Sigurbjörg
Karítas er húsgagnasmíðameistari með kennsluréttindi frá HÍ. Hún hefur starfað við námsefnisþróun í nýsköpunarmennt. Karítas leggur mikla áherslu á að allir hafi tækifæri til að skapa, efla sig sem persónu og láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Hún hefur komið að nýsköpun víðsvegar í samfélaginu.
Fab sáttmálinn
Hvað er Fab Lab
Fab Lab er alþjóðlegt net staðbundinna smiðja sem leiða til uppfinninga með því að veita aðgang að búnaði fyrir stafræna framleiðslu.
Hvað felst í Fab Lab
Kjarnahæfni Fab Lab smiðja gerir fólki kleift að búa til (nánast) hvað sem er. Hún er í sífelldri þróun og stuðlar að því að þekkingu og verkefnum sé deilt.
Hvað býður Fab Lab netið upp á
Stuðning við starfsemi, fræðslu, tækni, fjármál og ferla umfram það sem ein smiðja getur veitt.
Hverjir geta notað Fab Lab smiðjur
Fab Lab smiðjur eru samfélagslegir innviðir sem bjóða upp á opið aðgengi fyrir einstaklinga jafnt sem skipulagða starfsemi.
Hver er þín ábyrgð
Öryggi: Að skaða hvorki fólk né búnað.
Rekstur: Að aðstoða við tiltekt, viðhald og endurbætur á smiðjunni.
Þekking: Að leggja þitt af mörkum við skráningu og leiðsögn.
Hver á Fab Lab uppfinningar
Hönnun og aðferðir sem þróuð eru í Fab Lab smiðjum má bæði vernda og selja á þann hátt sem höfundur kýs en þekkingin ætti að vera aðgengileg einstaklingum til gagns og fróðleiks.
Hvernig geta fyrirtæki nýtt sér Fab Lab
Mögulegt er að nýta Fab Lab smiðjur fyrir atvinnulífið við mótun frumgerða og gerjun hugmynda. Slík starfsemi ætti að vaxa út úr smiðjunni fremur en að vaxa innan hennar. Hún ætti ekki raska annarri starfsemi Fab Lab og ætti að gagnast hugvitsfólki, smiðjum, samstarfsneti og vistkerfi nýsköpunar.