Fab Lab Reykjavík er í lykilhlutverki í vistkerfi nýsköpunar, heimsókn í smiðjuna er góður upphafspunktur fyrir þegar byrja á að gera hugmynd áþreifanlega.
Frumgerðir nýsköpunarhugmynda fá afslátt með því að gerast skráður tengiliður hjá Fab Lab Reykjavík.
Talið við starfsmann Fab Lab Reykjavíkur um þann möguleika að verða skráður frumkvöðull með frumgerð.
Skrá frumgerð
Frumkvöðlar sem vinna að frumgerðum er veittur aðgangur og aðstoð í Fab Lab Reykjavík.
Vinsamlegast fylltu út eftirfarandi eyðublað svo við höfum betri yfirsýn yfir verkefnið.
Frumgerðir í þróun 2022
Sidewind
Sparar eldsneyti og nýtir rafmagn sem annars færi til spillis
Sidewind er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að þróun umhverfisvænna lausna fyrir flutningaskip. Fyrirtækið stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum fjörutíu fermetra gámum. Vindmyllu gámarnir nýta hliðarvind sem annars færi til spillis við framleiðslu rafmagns. Hægt er að raða mörgum myllum á hvert skip, eftir vindstyrk.
Með notkun tækninnar eru líkur á að draga megi umtalsvert úr notkun jarðefnaeldsneytis í flutningum og þá um leið útblæstri frá flutningaskipunum. Sidewind telur að með þessari aðferð megi framleiða fimm til þrjátíu prósent af orkuþörf skipa.
The shipping industry transports the majority of trade worldwide and represents a growing sector. As it depends on fossil fuels, it remains a significant source of greenhouse gas emissions. The EU has long pushed for a solution, but these remain at the research phase and do not represent applicable power sources. The idea to exploit the wind to power ships emerges as an environment-friendly solution. The EU-funded SIDEWIND project proposes an innovation that exploits the wind energy around cargo ships and converts it into electrical energy. The solution is based on the incorporation of horizontal turbines inside recycled cargo containers. The system is cost-effective, saves significant amounts of energy and does not require important changes in the ship design.
Fab Lab Reykjavík
Þróun á fyrsta líkani, sönnun hugsmíða (proof of concept)
#græn #green #innovtion #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Óskar
Fab Lab Reykjavík
Við smíði frumgerðarinnar er líklegt að við notum eitthvað af laserskornu plexygleri en einnig væri gott að fá að nýta Shopbot fræsinn við einstaka hluti prótótýpunnar
#græn #green #innovtion #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Aron Óttarsson
Surova
Þróun á sjálfvirkum lóðréttum vatnsræktunar einingum sem rækta ferskt og sjálfbært grænmeti hvar sem er í heiminum.
Verkefnið fékk styrk úr Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka árið 2020 að upphæð 2500 Þ.kr og fékk einnig styrk frá Rannís Tækniþróunarsjóð Fræ árið 2021.
Bumblebee brothers
Fyrstu fjöldaframleiðendur íslesnkra brimbretta, hægt að nálgast bækling hjá okkur í pdf skjali Verkefni á hönnun á alíslensku brimbretti úr 100% endurunnu efni.
Bumblebee Brothers hlaut styrk frá hönnunarsjóði Íslands
Eat, sleep, surf, repeat
Fab Lab Reykjavík
Laserskerinn hefur nýst okkur vel og fræsarinn að skera út bæði form á brettin okkar og búnað fyrir smiði á brettunum.
#græn #green #innovtion #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Ivan Jugovic
Frumgerðir í þróun 2021
Munasafn Reykjavíkur
Þar býðst fólki að kaupa sér meðlimakort rétt eins og á bókasafni, nema að á þessu safni fást verkfæri og ýmsir aðrir hlutir til útláns. Safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur er það samfélagsverkefni sem að Anna ákvað að setja á laggirnar vegna þess hversu erfiðlega henni gekk að nálgast verkfæri á ódýran hátt þegar hún flutti fyrst til landsins. Hún er menntaður forvörður og gerir sjálf við verkfærin sem að berast safninu, ásamt því að bjóða upp á svokallað „Viðgerðarkaffi“ þar sem áhugafólki um viðgerðir býðst að koma saman að gera upp verkfæri. Næsti áfangi í vegferð Munasafnsins er að gera tilraun til að koma upp sjálfsafgreiðslu kössum með grunn-verkfærum á bókasöfnum út um allt land.
Þriðji þáttur í örþáttaröð um innflytjendur sem stunda rekstur í miðborginni.
Fab Lab Reykjavík
Þróun á skáp fyrir bókasöfn þar sem hægt er að leigja muni.
#græn #green #innovtion #nýsköpun #atvinnulíf
https://www.reykjaviktoollibrary.org/
Fab Lab Reykjavík
Fræsari til smíða á prótótýpum af boltabrettum og öðrum búnaði sem er í þróun.
#aðgengi #inclusive #innovation #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Axel Valur Davíðsson Diego
Gagnlegt gegl
Gagnlegt Gegl er ný nálgun á að nýta sirkuslistina og aðferðafræði hennar til iðjuþjálfunar.
Fengum styrk frá Félagsmálaráðuneytinu og erum í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra
Ég vill þakka ykkur kærlega fyrir aðstöðuna og samstarfið. Ég er að læra svo mikið af þessu ferli það er alveg yndislegt.
Tæknivit
Framleiðsla á Álfum, afgreiðslubúnaði.
https://taeknivit.is/
Fab Lab Reykjavík
Framleiða frumgerð prentrásar til tengingar á sísmækkandi tölvuborðum við samskiptaeiningar, strikamerkja, og snjallkortalesaea.
#aðgengi #inclusive #innovation #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Magnús Þór Karlsson
Fab Lab Reykjavík
17-19.8 2021 munum við nýta aðstöðu og tækjagarð. Einnig munum við biðla til aðstoðar þess hæfa starfsfólks sem prýðir smiðjurnar.
#aðgengi #inclusive #innovation #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Gunnar Ólafsson
Fræ til framtíðar
Fræ til framtíðar er ásamt Homegrow að setja saman ræktunar tilraunakerfi sem á að vera í Bláskógaskóla á Laugarvatni. Kerfið byggir á hönnun okkar og er ætlunin að hafa hana opna áfram til breytinga og notkunar og breytinga.
Matarauður Íslands 2019, Öll vötn ytil Dýrafjarðar 2020, Uppbyggingarsjóður 2020, Tækniþróunarsjóður 2021.
https://fraetilframtidar.is/
VE123 Fræ til
stærri afreka
Þátttökuverðlaun úr lífrænum massa sem innihalda birkifræ. Þegar dáðst hefur verið að gripnum er hægt að gróðursetja hann svo upp spretti verðlaunagarður. Þetta ýtir undir hringrásarhagkerfið og kennir börnum á öllum aldri umhverfis- og skógarvernd.
Verkefnið hefur hlotið styrki úr Hönnunarsjóð og samfélagsstyrk Landsbankans.
Þetta verkefni mun leysa stóran vanda og varan mun koma inná mörg heimili og í kynningarefni og í umfjöllun um ferlið mun það koma skýrt fram hvar þróunin átti sér stað.
Ómetanlegt að geta fengið aðstoð fagaðila auk allrar aðstöðu.
Fab Lab Reykjavík
3D prentun á mótum, móta- og frumgerðarsmíð, fagleg ráðgjöf frá Hafliða Ásgeirssyni.
#aðgengi #inclusive #innovation #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Emilía Borgþórsdóttir
Samfélagsgróðurhús
Verkefnið Samfélagsgróðurhús Íslands felst í að reisa og reka samfélagsgróðurhús við hvern einasta leikskóla landsins. Þar munu börnin okkar leika sér að því að planta og rækta grænmeti, krydd og ávexti og þróa til þeirra jákvætt viðhorf. Til lengri tíma litið munu þau víkka sýn fólks á það hvað er hægt að rækta hér á landi með einföldu skjóli fyrir veðri og vindum, viðbótarljósi í svartasta skammdeginu og náttúrulegri natni.
sprota frá Tækniþróunarsjóði.
Fab Lab Reykjavík
Það sem við hjá Samfélagsgróðurhúsum vildum helst fá stuðning við frá Fab lab er almenn verkfræði aðstoð, aðstoð við að besta teikningar frá okkur fyrir CNC útskurðarvélina, almenna aðstoð við logistic fyrir verkefni út á landi og þróun á myndarvélarkerfi fyrir athugunarkerfi Samfélagsgróðurhúsa ehf
#græn #green #innovtion #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Rúnar Þór Þórarinsson
Fab Lab Reykjavík
Aðgang að 3d prentun og CNC sögunar. Ráðgjöf um hönnun og útfærslur á hinum ýmsu þáttum í tækinu. Ráðgjöf með forritun á bluetooth tengingunni.
#græn #green #innovtion #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Eysteinn Guðni Guðnason
Sveitasími
Sveitasími með hleðslutæki.
Geimsmiðjan
Verkefnið snýst um að útbúa smiðju tengda geimnum fyrir grunnskóla og eldri deildir leikskóla. Veittur var styrkur úr Nýsköpunarsjóði Námsmanna hjá RANNÍS fyrir verkefnið. Geimsmiðjan mun miðla áhugaverðum og skemmtilegum upplýsingum um geiminn til barna með því markmiði að ýta undir áhuga þeirra á geimvísindum og skyldum greinum.
Fab Lab Reykjavík
#mennt #edu #innovation #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Hólmfríður Vigdís Rist Jónsdóttir
Fótspor
Þetta er verk í vinnslu fyrir sýningu í Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum. Fótsporið er frá 1966, líklegast konu sökum smæðar, sem var hluti af vísindaleiðangri til Surtseyjar á meðan gosi stóð. Fótsporið fannst í jarðfræðileiðangri Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofu í júlí sl.
Fab Lab Reykjavík
Þrívíddarskannað fótspor prentað út í þrívíddarprentara og fræst í Shopbot fræsinum.
#hönnun #design #innovation #nýsköpun #atvinnulíf
Höfundur: Þorgerður Ólafsdóttir