top of page

Fab Lab og FNV

Sér um að reka húsnæði smiðjunnar sem og gjaldkerastörf hennar. Gott samstarf hefur leitt af sér fjölmörg verkefni sem vert er að telja upp.


Smiðjan í samstarfi við FNV er þátttakandi í Erasmus+ 4.0 Industry, samvinnu verkefni á milli 6 landa þar sem verið er að endurgera framleiðsluferli í anda

fjórðu iðnbyltingarinnar.






FNV og Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hafa gert með sér samning um að skólinn smíði Edduna og hefur hún svo verið merkt í smiðjunni.


Nemandafélag FNV, hefur nýtt sér smiðjuna við gerð leikmyndar, fyrir þema Árshátíðar og til að bjóða upp á námskeið á Opnum dögum.




Smiðjan var tengiliður þegar sérfræðingur frá Belgíu var fenginn til að vera með endurmenntun í CNC tækni fyrir kennara málmiðndeildar skólans.




Smiðjan hefur verið virk í að taka á móti hópum innan skólans sem og þeirra sem koma í heimsóknir í skólann og hefur gefið þeim kost á að kynnast starfsemi hennar sem og fengið að spreyta sig á hinum ýmsu verkefnum. Gestir hafa komið m.a. frá Frakklandi, Belgíu, Tékklandi, Ungverjalandi, Grikklandi, Danmörku, Ítalíu svo eitthvað sé talið upp.


Commentaires


bottom of page