Sér um að reka húsnæði smiðjunnar sem og gjaldkerastörf hennar. Gott samstarf hefur leitt af sér fjölmörg verkefni sem vert er að telja upp.
Smiðjan í samstarfi við FNV er þátttakandi í Erasmus+ 4.0 Industry, samvinnu verkefni á milli 6 landa þar sem verið er að endurgera framleiðsluferli í anda
fjórðu iðnbyltingarinnar.
FNV og Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hafa gert með sér samning um að skólinn smíði Edduna og hefur hún svo verið merkt í smiðjunni.
Nemandafélag FNV, hefur nýtt sér smiðjuna við gerð leikmyndar, fyrir þema Árshátíðar og til að bjóða upp á námskeið á Opnum dögum.
Smiðjan var tengiliður þegar sérfræðingur frá Belgíu var fenginn til að vera með endurmenntun í CNC tækni fyrir kennara málmiðndeildar skólans.
Smiðjan hefur verið virk í að taka á móti hópum innan skólans sem og þeirra sem koma í heimsóknir í skólann og hefur gefið þeim kost á að kynnast starfsemi hennar sem og fengið að spreyta sig á hinum ýmsu verkefnum. Gestir hafa komið m.a. frá Frakklandi, Belgíu, Tékklandi, Ungverjalandi, Grikklandi, Danmörku, Ítalíu svo eitthvað sé talið upp.
Commentaires