top of page

Nordic Bootcamp Húsavík 2026

  • Writer: Karitas Björnsdóttir
    Karitas Björnsdóttir
  • 3 days ago
  • 1 min read

Árið byrjaði með látum, vikuna 5.-9. janúar var haldið á Húsavík endurmenntunarnámskeið og vinnustofur fyrir starfsmenn Fab Lab á norðurlöndum. Voru tæplega 30 þátttakendur frá Íslandi, Færeyjum, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð eða alls 19 smiðjum.

Vikan var vel heppnuð og má hrósa Stefáni Pétri og Flexa fyrir frábæra dagskrá.

Á boðstólum voru vinnustofur tengdar AI 3D hönnun, tuffting, ísaumsvél, silki prenti, málmlaser og gerð lítils fræsara ásamt fjölbreyttum erindum og heimsóknum.

Er þetta mikilvægur þáttur í að styrkja tengslanetið á milli smiðja og deila þekkingu á búnaði, hugviti og hugmyndum. En allt þetta gerir smiðjurnar öflugri og betur stakk búnar til að deila til síns samfélags.


Fyrir þá sem vilja fræðast meira um samstarfið þá er hægt að gera það hér https://nordicfablabs.org/next-bootcamp-2026-fab-lab-husavik-iceland/


Takk fyrir góða samveru og sjáumst sem fyrst :)



 
 
 

Comments


bottom of page