top of page

Tæknibrú

Þann 18. apríl síðastliðinn var haldin vinnusmiðja á Sauðárkróki í tengslum við verkefnið Tæknibrú sem styrkt var af Sprotasjóð og unnið hefur verið að í allan vetur. Tæknibrú er samstarfsverkefni allra grunnskóla á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fab Lab Sauðárkrókur og Sýndarveruleika ehf, sem á og rekur sýninguna 1238 : The Battle Of Iceland á Sauðárkróki.

Markmið verkefnisins er að gera tækni aðgengilegri fyrir nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegar bakgrunn og þannig stuðla að því með beinum hætti að auka tækniþekkingu þeirra og varpa ljósi á möguleika í tækni- og iðnnámi. Verkefnastjórar Tæknibrúar eru þær Karítas Sigurbjörg kennari við FNV og forstöðumaður FabLab og Freyja Rut hjá Sýndarveruleika.

Í vetur hafa allir grunnskólar á Norðurlandi vestra verið heimsótttir amk tvisvar, bæði til funda með stjórnendum og kennurum og kynningar fyrir nemendur. Þann 18.apríl síðastliðinn var svo haldin vinnusmiðja á Sauðárkróki þar sem þátttakendur kynntust fjölbreyttum notkunarmöguleikum sýndarveruleikatækni í húsakynnum 1238 í Aðalgötu fyrr hádegi og eftir hádegi var farið í FabLab í Fjölbrautaskólanum þar sem nemendur lærðu á laser, kynntust grunnatriðum forritunar og fóru í skoðunarferð um verknámshúsið undir leiðsögn nemenda.
Comentários


bottom of page