top of page
Shopbot.jpg

ShopBot

Risastór tölvustýrður viðarfræsir sem getur fræst í alls konar efni en ekki málma. Mjög nákvæmur í skurði og þrívíðri fræsingu.

Tækjanotkun

ATH: Til að geta notað fræsinn þarf að hafa klárað öryggisnámskeið. Æskilegt væri að hafa þekkingu á leysiskera eða sambærilegum framleiðslubúnað til að geta bókað námskeiðið. Í námskeiðinu er farið yfir öryggi, hvernig á að stjórna honum og hvernig á að umgangast hann.

Forritin sem við notum til að undirbúa skjöl fyrir fræsinn eru VCarve og Fusion 360.

Hvernig á að setja upp VCarve til að vinna í eigin tölvu: Við erum með sérstaka útgáfu af VCarve sem gerir öllum kleift að vinna í sínum eigin tölvum án þess að borga fyrir forritið. Til að virkja það, þarf að ná í prufuútgáfu af forritinu. Þegar það er búið að setja upp forritið þarf að opna það og fara í "Help -> About VCarve Pro -> Enter Makerspace ID" og setja kóðann inn. 

0E595-6AFAE-651CC-1DA0A-7800C-77C44-210EC

Smellið hér fyrir skráningu á öryggisnámskeiðið

Tæknilegar upplýsingar

Skurðarflötur: 2750x1500x180mm

Skrár: .SBP

Sýnidæmi

bottom of page